Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn vísir/vilhelm Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira