Treyju Brady stolið eftir leik 6. febrúar 2017 10:00 Brady með föður sínum og dóttur eftir leikinn í gær. Vísir/EPA Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, fann ekki treyjuna sína eftir frækinn sigur liðsins á Atlanta Falcons í Super Bowl í nótt. Brady komst í sögubækurnar með því að vinna sinn fimmta meistaratitil á mögnuðum ferli í NFL-deildinni, alla með Patriots. Sigurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Falcons var með 28-3 forystu þegar lítið var eftir að þriðja leikhluta. En Patriots náði að koma leiknum í framlengingu og tryggja sér þar sigur, 34-28. Sjá einnig: NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Það var mikið um að vera í búningsklefa Patriots eftir leikinn og margir sem koma þar inn, þeirra á meðal fréttamenn eins og venjan er eftir leiki í deildinni. Þegar Robert Kraft, eigandi Patriots, kemur að Brady í klefanum þá kemur í ljós að leikstjórnandinn finnur ekki treyjuna sem hann lék í. „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Brady ræddi málið stuttlega við fréttamenn á leið úr búningsklefanum og sagðist reikna þá með því að treyjan yrði senn boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay.Hey can someone give Tom Brady his jersey back? #SB51 (via @danhanzus) pic.twitter.com/cv99qUW4XY— NFL (@NFL) February 6, 2017 NFL Tengdar fréttir NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, fann ekki treyjuna sína eftir frækinn sigur liðsins á Atlanta Falcons í Super Bowl í nótt. Brady komst í sögubækurnar með því að vinna sinn fimmta meistaratitil á mögnuðum ferli í NFL-deildinni, alla með Patriots. Sigurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Falcons var með 28-3 forystu þegar lítið var eftir að þriðja leikhluta. En Patriots náði að koma leiknum í framlengingu og tryggja sér þar sigur, 34-28. Sjá einnig: NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Það var mikið um að vera í búningsklefa Patriots eftir leikinn og margir sem koma þar inn, þeirra á meðal fréttamenn eins og venjan er eftir leiki í deildinni. Þegar Robert Kraft, eigandi Patriots, kemur að Brady í klefanum þá kemur í ljós að leikstjórnandinn finnur ekki treyjuna sem hann lék í. „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Brady ræddi málið stuttlega við fréttamenn á leið úr búningsklefanum og sagðist reikna þá með því að treyjan yrði senn boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay.Hey can someone give Tom Brady his jersey back? #SB51 (via @danhanzus) pic.twitter.com/cv99qUW4XY— NFL (@NFL) February 6, 2017
NFL Tengdar fréttir NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41