Körfubolti

Snæfell rúllaði yfir Grindvíkinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells.
Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells. vísir/eyþór
Snæfell rústaði Grindvíkingum, 09-59, í Dominos-deild kvenna í Hólminum í kvöld. Grindvíkingar eru enn án erlends leikmanns og það sést greinilega þeirra leik.

Staðan í hálfleik var 42-30 og jókst bara munurinn í þeim síðari.

Aaryn Ellenberg-Wiley var flott fyrir Snæfell í kvöld en hún gerði 26 stig á 22 mínútum. Hún tók einnig 10 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir var einnig frábær í kvöld en hún skoraði 24 stig. Hún skoraði til að mynda 23 stig alls í þremur síðustu leikjum.

Snæfell komst með sigrinum upp í annað sæti en liðið er með 30 stig, jafn mörg stig og Keflvíkingar en með betri árangur innbyrðis. Skallagrímur er í efsta sætinu með 32 stig.

Snæfell-Grindavík 90-59 (20-13, 22-17, 31-16, 17-13)

Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/10 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 24/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, Anna Soffía Lárusdóttir 5, María Björnsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/6 fráköst.

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 17/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 17/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skúladóttir 3/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×