Þar segir að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar.

Fulltrúar frá Íslandi, Póllandi og Ungverjalandi, ásamt fulltrúm frá framleiðanda flugvélarinnar og rannsóknarnefnd flugslysa á Ítalíu, þar sem vélin er framleidd, skoða nú hvort atvikin séu hliðstæð.
RNSA hefur bent flugrekandanum, Flugskóla Íslands, á að framkvæmda ekki æfingar sem gætu leitt til spuna á þessari tegund flugvéla þar til frekari niðurstöður liggja fyrir.
Fram kom fyrir rúmu ári að Flugskóli Íslands ræki fimm slíkar flugvélar. Ein var tekin í notkun árið 2014, tvær árið 2015 og svo tvær í nóvember, skömmu áður en slysið varð. Um aðra þeirra véla var að ræða.