Skotsilfur Markaðarins: Konurnar að taka yfir og stjórnarbreytingar í vændum hjá Arion RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. febrúar 2017 14:00 Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira