Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og getur hann því haldið af landi brott síðdegis. Hinn maðurinn, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og áframhaldandi einangrun.

Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu.
Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra.