Vilja reglugerð um jafnræði í skráningu foreldratengsla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 17:53 Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira