Grænþvottur í ferðaþjónustu Snærós Sindradóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Ferðamenn sem vilja ferðast með umhverfisvænum hætti geta, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, átt í erfiðleikum með að velja á milli fyrirtækja með raunverulega vottun og þeirra sem segjast vinna á umhverfisvænan hátt. vísir/ernir Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira