Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 57-62 | Bikarmeistararnir lagðir að velli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 21:30 Úr leik Keflavíkur og Snæfells. Ariana Moorer sækir en til varnar eru systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. Vísir/Daníel Þór Snæfell kom nýkrýndum bikarmeisturum aftur á jörðina með sigri í æsispennandi leik suður með sjó í kvöld. Snæfell er eftir leikinn jafn Skallagrími á toppi Dominos-deildar kvenna en Keflavík í þriðja sætinu. Greinilegt var að bæði lið voru enn að jafna sig eftir bikarhelgina því bæði hafa þau oft spilað betur en í kvöld. Leikurinn var stigalítilll og skotnýtingin eftir því, sem og mistökin. Munurinn var aðeins eitt stig eftir fyrri hálfelik og það var jafnræði með liðunum allan leikinn. Snæfellingar áttu þó svar þegar mest á reyndi og unnu dýrmætan sigur. Fyrri hálfleikur var einkennilegur. Greinilegt að Keflavík var ekki með hugann við leikinn eftir bikarsigurinn um helgina því Snæfell virtist einfaldlega ætla að stinga af í stöðunni 10-3. En þá snerist leikurinn skyndilega við. Keflavík skoraði fimmtán stig í röð og náði forystunni. Snæfellingar náðu þó að rétta sinn hlut í öðrum leikhluta og halda jafnvægi í leiknum, sérstaklega með góðri baráttu undir körfunni. Báðum liðum gekk illa að hitta, sérsatklega Snæfelli sem klikkaði á öllum átta þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik. Keflavík nýtti þó þrjú þriggja stiga skot, þar af tvö í röð þegar mest þurfti á að halda í fyrsta leikhluta. Leikurinn var jafn í síðari hálfleik og liðin héldust í hendur. Það var því ljóst að þetta myndi ráðast á smáatriðum í lokin, sem og varð raunin. Þar reyndist Aaryn Ellenberg afar mikilvæg en hún skilaði afar mikilvægum stigum þegar mest á reyndir og hélt ró sinni á vítalínunni einnig. Fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir sýndi einnig hversu öflug hún er, meira að segja á dögum þar sem hún nær sér ekki á strik. Hún hafði verið stigalaus í 38 mínútur þar til hún setti niður fimm stig á síðustu tveimur mínútum leiksins, þar af eina þriggja stiga körfu sem reyndist líklega vera banabiti Keflvíkinga í kvöld.Af hverju vann Snæfell? Í svona jöfnum leik var lítið sem skildi á milli liðanna. En Snæfell hafði oftar betur í baráttunni undir körfunni og þá kom reynslan sér vel á lokasprettinum. Gunnhildur skilaði mikilvægum stigum en sjálfsagt hefðu ekki margir þorað að taka þriggja stiga skot þegar leikurinn var undir og ekkert gengið allan leikinn. En það gerði hún og það átti risastóran þátt í því að Snæfell vann leikinn.Bestu menn vallarins Ellenberg átti frábæran leik og tölurnar hennar eftir því. Hún var öflug á lokasprettinum og klikkaði aldrei á vítalínunni, í alls átta vítaskotum. Það hefur gríðarlega mikið að segja í svo jöfnum leikjum sem þessum. Það var líka áhugavert að sjá að Ellenberg var ásamt tveimur öðrum frákasthæst, þrátt fyrir að vera ekki hávaxnasti leikmaðurinn á vellinum. Það segir sitt um baráttuna í henni. Hjá Keflavík hafa Moorer og Thelma Dís oft hitt betur en í kvöld en báðar skiluðu þokkalegum tölum. Þá var oft mjög gaman að sjá til hennar stórefnilegu Birnu Benónýsdóttur og ljóst að þar er á ferð afar öflugur leikmaður. Hún átti margar afar laglegar rispur í kvöld.Tölfærðin sem vakti athygli Þetta var jafn leikur og tölfræðin eftir því. Skotnýting liðanna var ekki góð en Snæfell þó með örlítið betri nýtingu og hafði líka betur í frákastabaráttunni, 42-31. Snæfellingar töpuðu þó boltanum 22 sinnum og skoraði Keflavík nítján stig eftir tapaða bolta Snæfells. Keflavík þarf að refsa betur fyrir mistök andstæðingsins en svo.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var afar stirður í kvöld. Skotin vildu oft ekki ofan í og skipti engu hvar á vellinum það var. Það var barátta í liðunum en svo sem fátt um fína drætti, hvort sem er í sókn eða vörn.Ingi Þór: Þurfum meira frá okkar leiðtogum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld þó svo að þetta hafi ekki verið besti leikur tímabilsins hjá hvorugu liði. „Sigurinn var góður en leikurinn var ekki vel spilaður,“ sagði Ingi Þór eftir leikinn í kvöld. „Bæði lið áttu fremur erfitt uppdráttar, sérstaklega í sókn og var það ekki endilega vegna þess að varnirnar voru svo frábærar.“ Hann segir að frammistaða einstakra leikmanna hafi ekki verið mikið að þessu sinni en hrósaði liðunum fyrir baráttu. „Hún skilaði okkur því að við vorum oftast hálfu skrefi á undan,“ sagði hann. Ingi Þór að það sé ýmislegt smálegt sem skilji á milli í svona jöfnum leikjum. „Til dæmis að við byrjuðum vel og gefumst ekki upp þó svo að þær komist yfir.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigalaus fram að lokamínútum leiksins og Ingi Þór segir að Snæfell hafi ekki efni á því. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar leiðtogum. En við fengum gott framlag frá henni í lokin og mér fannst það í raun vera munurinn í kvöld.“ Hann segir að mikilvægi sigursins hafi verið gríðarlega mikið, enda með tveggja stiga forystu á Keflavík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. „Þetta var gríðarlega mikilvæt,“ sagði hann.Sverrir Þór: Bikarþreyta er ekki afsökun Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með leik Keflavíkur gegn Snæfellingum í kvöld. „Það var of mikið hik á okkur, sérstaklega í sókninni. Við spiluðum ágætlega í vörn lengst af en það vantaði mikið upp á framlag í sókn og allt of margar sem þorðu ekki að taka af skarið,“ sagði Sverrir Þór. „Það á ekki að þurfa enda með margar þrælgóðar sem geta sótt að körfunni og eru líka góðar skyttur.“ Hann segir að það eigi ekki að vera þreyta í liðinu eftir bikarhelgina. „Það á ekki að vera nein afsökun. Við mættum í kvöld liði sem við vorum búnar að tapa tvisvar fyrir í hörkuleikjum og við vitum að við þurfum að spila vel til að vinna þær.“ „Það sem pirrar mig er að það vantar upp á hluti sem á að vera svo létt að vera með í lagi í okkar liði. En það er bara svona, nú höldum við áfram og við ætlum okkur að ná í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Í svona jöfnum leik voru það smáatriðin í lokin sem gerðu útslagið. „Ég var óánægður með að við vorum að missa leikmenn í galopin skot og svo vorum við að senda þær á vítalínuna með broti úti á velli þegar þær voru komnar í bónus.“ „Þegar þetta er svona er þetta líka spurning um heppni í aðra hvora áttina. Það vantaði lítið upp á í dag en við hefðum getað gert margt svo mikið betur.“Bryndís: Líður best hér Bryndís Guðmundsdóttir þekkir vel að spila í Keflavík enda alinn upp í sláturhúsinu svokallaða. Hún lék þó með aðkomuliðinu í kvöld, sem hafði betur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Keflavíkur. „Það eru skrýtnar tilfinningar sem fylgja því. Mér líður vel að spila hér, þetta er eitt besta íþróttahúsið og hér er ég alin upp. Þannig að mér finnst frábært að vera hérna,“ sagði Bryndís. Hún tekur undir að þetta hafi verið nokkuð skrýtinn leikur. „Hann var í raun bara lélegur, ef ég á að segja eins og er. Kannski var aðeins meiri barátta og vilji hér í lokin hjá okkur og það skóp sigurinn.“ Ingi Þór, þjálfari hennar, ræddi um mikilvægi leiksins í kvöld sem og leiksins gegn Skallagrími á laugardag. „Ég er sammála því, þetta er mjög stór vika fyrir okkur. Þetta eru liðin sem við þurfum að vinna til að halda okkur í toppbaráttunni.“Skallagrímur-Valur 63-71 (15-17, 15-14, 15-22, 18-18)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/11 fráköst, Tavelyn Tillman 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst, Fanney Lind Thomas 5/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst.Valur: Mia Loyd 28/24 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/9 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 6, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Snæfell kom nýkrýndum bikarmeisturum aftur á jörðina með sigri í æsispennandi leik suður með sjó í kvöld. Snæfell er eftir leikinn jafn Skallagrími á toppi Dominos-deildar kvenna en Keflavík í þriðja sætinu. Greinilegt var að bæði lið voru enn að jafna sig eftir bikarhelgina því bæði hafa þau oft spilað betur en í kvöld. Leikurinn var stigalítilll og skotnýtingin eftir því, sem og mistökin. Munurinn var aðeins eitt stig eftir fyrri hálfelik og það var jafnræði með liðunum allan leikinn. Snæfellingar áttu þó svar þegar mest á reyndi og unnu dýrmætan sigur. Fyrri hálfleikur var einkennilegur. Greinilegt að Keflavík var ekki með hugann við leikinn eftir bikarsigurinn um helgina því Snæfell virtist einfaldlega ætla að stinga af í stöðunni 10-3. En þá snerist leikurinn skyndilega við. Keflavík skoraði fimmtán stig í röð og náði forystunni. Snæfellingar náðu þó að rétta sinn hlut í öðrum leikhluta og halda jafnvægi í leiknum, sérstaklega með góðri baráttu undir körfunni. Báðum liðum gekk illa að hitta, sérsatklega Snæfelli sem klikkaði á öllum átta þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik. Keflavík nýtti þó þrjú þriggja stiga skot, þar af tvö í röð þegar mest þurfti á að halda í fyrsta leikhluta. Leikurinn var jafn í síðari hálfleik og liðin héldust í hendur. Það var því ljóst að þetta myndi ráðast á smáatriðum í lokin, sem og varð raunin. Þar reyndist Aaryn Ellenberg afar mikilvæg en hún skilaði afar mikilvægum stigum þegar mest á reyndir og hélt ró sinni á vítalínunni einnig. Fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir sýndi einnig hversu öflug hún er, meira að segja á dögum þar sem hún nær sér ekki á strik. Hún hafði verið stigalaus í 38 mínútur þar til hún setti niður fimm stig á síðustu tveimur mínútum leiksins, þar af eina þriggja stiga körfu sem reyndist líklega vera banabiti Keflvíkinga í kvöld.Af hverju vann Snæfell? Í svona jöfnum leik var lítið sem skildi á milli liðanna. En Snæfell hafði oftar betur í baráttunni undir körfunni og þá kom reynslan sér vel á lokasprettinum. Gunnhildur skilaði mikilvægum stigum en sjálfsagt hefðu ekki margir þorað að taka þriggja stiga skot þegar leikurinn var undir og ekkert gengið allan leikinn. En það gerði hún og það átti risastóran þátt í því að Snæfell vann leikinn.Bestu menn vallarins Ellenberg átti frábæran leik og tölurnar hennar eftir því. Hún var öflug á lokasprettinum og klikkaði aldrei á vítalínunni, í alls átta vítaskotum. Það hefur gríðarlega mikið að segja í svo jöfnum leikjum sem þessum. Það var líka áhugavert að sjá að Ellenberg var ásamt tveimur öðrum frákasthæst, þrátt fyrir að vera ekki hávaxnasti leikmaðurinn á vellinum. Það segir sitt um baráttuna í henni. Hjá Keflavík hafa Moorer og Thelma Dís oft hitt betur en í kvöld en báðar skiluðu þokkalegum tölum. Þá var oft mjög gaman að sjá til hennar stórefnilegu Birnu Benónýsdóttur og ljóst að þar er á ferð afar öflugur leikmaður. Hún átti margar afar laglegar rispur í kvöld.Tölfærðin sem vakti athygli Þetta var jafn leikur og tölfræðin eftir því. Skotnýting liðanna var ekki góð en Snæfell þó með örlítið betri nýtingu og hafði líka betur í frákastabaráttunni, 42-31. Snæfellingar töpuðu þó boltanum 22 sinnum og skoraði Keflavík nítján stig eftir tapaða bolta Snæfells. Keflavík þarf að refsa betur fyrir mistök andstæðingsins en svo.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var afar stirður í kvöld. Skotin vildu oft ekki ofan í og skipti engu hvar á vellinum það var. Það var barátta í liðunum en svo sem fátt um fína drætti, hvort sem er í sókn eða vörn.Ingi Þór: Þurfum meira frá okkar leiðtogum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld þó svo að þetta hafi ekki verið besti leikur tímabilsins hjá hvorugu liði. „Sigurinn var góður en leikurinn var ekki vel spilaður,“ sagði Ingi Þór eftir leikinn í kvöld. „Bæði lið áttu fremur erfitt uppdráttar, sérstaklega í sókn og var það ekki endilega vegna þess að varnirnar voru svo frábærar.“ Hann segir að frammistaða einstakra leikmanna hafi ekki verið mikið að þessu sinni en hrósaði liðunum fyrir baráttu. „Hún skilaði okkur því að við vorum oftast hálfu skrefi á undan,“ sagði hann. Ingi Þór að það sé ýmislegt smálegt sem skilji á milli í svona jöfnum leikjum. „Til dæmis að við byrjuðum vel og gefumst ekki upp þó svo að þær komist yfir.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigalaus fram að lokamínútum leiksins og Ingi Þór segir að Snæfell hafi ekki efni á því. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar leiðtogum. En við fengum gott framlag frá henni í lokin og mér fannst það í raun vera munurinn í kvöld.“ Hann segir að mikilvægi sigursins hafi verið gríðarlega mikið, enda með tveggja stiga forystu á Keflavík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. „Þetta var gríðarlega mikilvæt,“ sagði hann.Sverrir Þór: Bikarþreyta er ekki afsökun Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með leik Keflavíkur gegn Snæfellingum í kvöld. „Það var of mikið hik á okkur, sérstaklega í sókninni. Við spiluðum ágætlega í vörn lengst af en það vantaði mikið upp á framlag í sókn og allt of margar sem þorðu ekki að taka af skarið,“ sagði Sverrir Þór. „Það á ekki að þurfa enda með margar þrælgóðar sem geta sótt að körfunni og eru líka góðar skyttur.“ Hann segir að það eigi ekki að vera þreyta í liðinu eftir bikarhelgina. „Það á ekki að vera nein afsökun. Við mættum í kvöld liði sem við vorum búnar að tapa tvisvar fyrir í hörkuleikjum og við vitum að við þurfum að spila vel til að vinna þær.“ „Það sem pirrar mig er að það vantar upp á hluti sem á að vera svo létt að vera með í lagi í okkar liði. En það er bara svona, nú höldum við áfram og við ætlum okkur að ná í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Í svona jöfnum leik voru það smáatriðin í lokin sem gerðu útslagið. „Ég var óánægður með að við vorum að missa leikmenn í galopin skot og svo vorum við að senda þær á vítalínuna með broti úti á velli þegar þær voru komnar í bónus.“ „Þegar þetta er svona er þetta líka spurning um heppni í aðra hvora áttina. Það vantaði lítið upp á í dag en við hefðum getað gert margt svo mikið betur.“Bryndís: Líður best hér Bryndís Guðmundsdóttir þekkir vel að spila í Keflavík enda alinn upp í sláturhúsinu svokallaða. Hún lék þó með aðkomuliðinu í kvöld, sem hafði betur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Keflavíkur. „Það eru skrýtnar tilfinningar sem fylgja því. Mér líður vel að spila hér, þetta er eitt besta íþróttahúsið og hér er ég alin upp. Þannig að mér finnst frábært að vera hérna,“ sagði Bryndís. Hún tekur undir að þetta hafi verið nokkuð skrýtinn leikur. „Hann var í raun bara lélegur, ef ég á að segja eins og er. Kannski var aðeins meiri barátta og vilji hér í lokin hjá okkur og það skóp sigurinn.“ Ingi Þór, þjálfari hennar, ræddi um mikilvægi leiksins í kvöld sem og leiksins gegn Skallagrími á laugardag. „Ég er sammála því, þetta er mjög stór vika fyrir okkur. Þetta eru liðin sem við þurfum að vinna til að halda okkur í toppbaráttunni.“Skallagrímur-Valur 63-71 (15-17, 15-14, 15-22, 18-18)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/11 fráköst, Tavelyn Tillman 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst, Fanney Lind Thomas 5/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst.Valur: Mia Loyd 28/24 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/9 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 6, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti