Stefnir á undanúrslit á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 06:00 Arna Stefanía er á hraðri uppleið. fréttablaðið/hanna Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira