Hjúkrunarfræðinemar vilja ekki starfa á Landspítalanum vegna slæmra launakjara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2017 14:24 Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.” Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.”
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira