Íslensku stelpurnar byrjuðu á stórsigri á Rúmenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 22:13 Stelpurnar byrja vel. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira