Stokkar upp í ráðuneyti fyrir ferðamál 27. febrúar 2017 06:00 Helga Árnadóttir ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira