Skotsilfur Markaðarins: Ari Edwald með augun á formannsstól SA 24. febrúar 2017 15:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira