Fjármálaráðherra segir Pírata berja sér á brjóst Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2017 20:30 Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins komu í veg fyrir að frumvarp Pírata um kjararáð yrði tekið á dagskrá Alþings í dag. Frumvarpið miðar að því að kjararáð endurskoði úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til mánaðamóta til að ljúka endurskoðun á forsendum um eitt hundrað kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. En Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins segja launahækkanir kjararáðs til þingmanna og annarra æðstu embættismanna vera langt umfram launahækkanir á almennum markaði og því í mótsögn við forsendur kjarasamninga. Frumvarp þingmanna Pírata gerir ráð fyrir að kjararáð úrskurði að nýju um laun æðstu embættismanna og taki þá mið af almennri launaþróun. Jón Þór Ólafsson mælti fyrir tillögu Pírata að dagskrárbreytingu á Alþingi í dag svo taka mætti frumvarp þeirra fyrir. „Málið er í rauninni einfalt. Það felst í rauninni bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings. Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði,“ sagði Jón Þór.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/ErnirÞingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu Pírata enda væri tími til endurskoðunar kjarasaminga naumur. En þingmenn stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. „Ég verð að gera athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu að þessu tagi hér í lok dags í gær. Án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna, forsætisnefndar eða annars staðar til að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði formenn allra flokka hafa komist að þeirri niðurstöðu í desember að Alþingi hefði ekki forsendur til að breyta úrskurðum kjararáðs. En forsætisnefnd hefði hins vegar lækkað aukagreiðslur til þingmanna um 150 þúsund krónur á mánuði. „Og tel eðlilegt að að það komi í ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annað hvort á dagskrá eða vísa því frá. Og við framsóknarmenn munum leggjast gegn því að málið fari á dagskrá vegna þess að við höfum ekki skipt um skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tók undir með formanni Framsóknarflokksins varðandi fyrri afgreiðslu formanna á málinu í desember, sem leitt hafi til lækkunar greiðslna til þingmanna. „Og við sjáum engar forsendur til þess að menn séu að taka þetta mál upp núna „með skyndingu“ til að reyna að berja sér á brjóst,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15 Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fulltrúar launþega þungir á brún en þöglir um stöðuna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands vinna nú hratt að því að meta hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar. Forsendunefnd hittist á þriðjudag og samninganefnd ASÍ hefur verið virkjuð. Nokkrar launþegastéttir urðu fyrir sk 23. febrúar 2017 07:00
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi.“ 21. febrúar 2017 13:15
Frumvarp Pírata um kjararáð ekki á dagskrá Alþingis í bili Tillaga Pírata um að dagskrá þingfundar yrði breytt í dag svo taka mætti frumvarp þeirra um kjararáð fyrir var felld við upphaf fundarins í dag. 23. febrúar 2017 11:15