Skipverjinn ekki verið yfirheyrður í rúma viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 14:52 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi var leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn í liðinni viku. Vísir/GVA Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20
Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34