Ungverjar eru hættir við að sækja um að halda Ólympíuleikana árið 2024 en þeir ætluðu sér að halda leikana í Búdapest.
Yfir 260 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að draga umsóknina til baka. Ungverska þjóðin vill frekar sjá skattpeningana sína fara í sjúkrahús og skóla.
Búdapest er þriðja borgin sem dregur sig úr kapphlaupinu en Hamburg hætti við árið 2015 og Róm fylgdi á eftir ári síðar.
Eftir standa því Los Angeles og París. Eins og mál standa í Bandaríkjunum í dag er ansi líklegt að París hreppi hnossið.
Ákveðið verður hvar leikarnir verða haldnir í september á þessu ári.

