Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Skallagrímur 79-84 | Skallagrímur neitar að tapa á útivelli Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2017 21:45 Fanney Lind Thomas og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eigast við undir körfunni. vísir/eyþór Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira