Tilkynning NASA í beinni: Hvað er að frétta úr stjörnuþokunni? Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 16:30 Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. NASA Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum. Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum.
Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira