Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.
Það er von á mörkum í kvöld en Mónakó er næstmarkahæsta liðið í fimm bestu deildum Evrópu til þess á tímabilinu.
Liðsmenn Mónakó hafa skorað 108 mörk í 41 leik á leiktíðinni og það er aðeins Barcelona (109) mörk sem hefur skorað fleiri mörk.
Real Madrid þarf að sætta sig við að vera í þriðja sætinu en hefur reyndar leikið fjórum leikjum færra.
Mónakó hefur sem dæmi skorað 76 mörk í 26 leikjum í frönsku deildinni eða 26 mörkum meira en Paris Saint-Germain sem er næstmarkahæsta lið deildarinnar.
Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao er markahæstur hjá liðinu með 21 mark en hann snýr nú aftur til Manchester þar sem hann lék á sínum tíma með liði Manchester United.
Markahæstu leikmenn Mónakó á tímabilinu:
1. Radamel Falcao 21 mark
2. Valère Germain 12 mörk
3. Kylian Mbappé 11 mörk
4. Thomas Lemar 10 mörk
5. Bernardo Silva 9 mörk
6. Gabriel Boschilia 8 mörk
7. Guido Carrillo 8 mörk
108 - Only Barcelona (109) have scored more goals in all competitions this season than Monaco (108) across the big 5 Euro leagues. Threat. pic.twitter.com/1BhkFv707G
— OptaJoe (@OptaJoe) February 21, 2017