
Hann er kominn aftur
Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.
Og fólkið hló
Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt.
Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler.
Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn.
Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt.
Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.
Vænsta fólk …
Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér.
Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best.
Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum.
Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar