Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2017 05:45 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra mun leggja frumvarpið fram. Það er nú í smíðum í velferðarráðuneytinu. vísir/ernir Ráðgert er að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á Alþingi í mars. Frumvarpið mun ná til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri. Enn er verið að móta útfærslu frumvarpsins i ráðuneytinu. Á meðal þess sem er til skoðunar í þessari vinnu eru mismunandi útfærslur eftir stærð vinnustaða og sömuleiðis mismunandi gildistíma. Kveðið er á um jafnlaunavottun i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Anna Kristín Kristjánsdóttir, meðeigandi i Hvíta húsinu.Sú ákvörðun að knýja fyrirtækin til að taka upp slíka jafnlaunavottun hafa vakið blendin viðbrögð í atvinnulífinu. „Við erum sannfærð um að þetta sé til góðs. Það græða flestir sem fara í jafnlaunavottun á henni. En það er nú eiginlega bara frumskilyrði að menn geri það að eigin frumkvæði og af því að þeir sjá hag í því,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur nýlega tekið upp jafnlaunavottun. Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í fyrirtækinu og einn eigenda, segir að kostnaður fyrirtækis við að taka upp slíka vottun sé 2 milljónir króna hið minnsta. „Það eru örfá fyrirtæki af þessari stærðargráðu með mannauðsstjóra. Og sú ákvörðun að fara í svona verkefni með engan mannauðsstjóra er áskorun i sjálfu sér,“ segir hún. Verkefnið tók um það bil ár hjá Hvíta húsinu. Anna segir nauðsynlegt að það sé hvetjandi en ekki íþyngjandi að taka upp slíka jafnlaunavottun. „Í okkar tilfelli var þetta sannarlega hvetjandi en það var okkar val að ráðast í verkefnið,“ segir Anna Kristín. Þótt ráðgert sé að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra leggi frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp er alls óvíst að það njóti stuðnings meirihluta þingmanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins því að minnsta kosti tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um það. Dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, hefur lýst efasemdum um að raunverulegur launamunur kynja sé fyrir hendi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45 Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ráðgert er að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á Alþingi í mars. Frumvarpið mun ná til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri. Enn er verið að móta útfærslu frumvarpsins i ráðuneytinu. Á meðal þess sem er til skoðunar í þessari vinnu eru mismunandi útfærslur eftir stærð vinnustaða og sömuleiðis mismunandi gildistíma. Kveðið er á um jafnlaunavottun i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Anna Kristín Kristjánsdóttir, meðeigandi i Hvíta húsinu.Sú ákvörðun að knýja fyrirtækin til að taka upp slíka jafnlaunavottun hafa vakið blendin viðbrögð í atvinnulífinu. „Við erum sannfærð um að þetta sé til góðs. Það græða flestir sem fara í jafnlaunavottun á henni. En það er nú eiginlega bara frumskilyrði að menn geri það að eigin frumkvæði og af því að þeir sjá hag í því,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur nýlega tekið upp jafnlaunavottun. Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í fyrirtækinu og einn eigenda, segir að kostnaður fyrirtækis við að taka upp slíka vottun sé 2 milljónir króna hið minnsta. „Það eru örfá fyrirtæki af þessari stærðargráðu með mannauðsstjóra. Og sú ákvörðun að fara í svona verkefni með engan mannauðsstjóra er áskorun i sjálfu sér,“ segir hún. Verkefnið tók um það bil ár hjá Hvíta húsinu. Anna segir nauðsynlegt að það sé hvetjandi en ekki íþyngjandi að taka upp slíka jafnlaunavottun. „Í okkar tilfelli var þetta sannarlega hvetjandi en það var okkar val að ráðast í verkefnið,“ segir Anna Kristín. Þótt ráðgert sé að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra leggi frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp er alls óvíst að það njóti stuðnings meirihluta þingmanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins því að minnsta kosti tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um það. Dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, hefur lýst efasemdum um að raunverulegur launamunur kynja sé fyrir hendi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45 Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17