Innlent

Varað við stormi á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búast má við ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil.
Búast má við ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil. Vísir/Vilhelm
Búast má við ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil. Um miðjan dag verður hvasst víða á landinu og rigning í flestum landshlutum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Búast má við 15-25 m/s um hádegi og hvassast verður við suðurströndina. Viða verður talsverð rigning sunnan- og austantil. Annars staðar verður veður hægara og úrkomuminna.

Það lægir smám saman á laugardag, en rignir áfram einkum sunnanlands. Það snýst svo aftur í skammvina norðanátt á sunnudag, en áfram er útlit fyrir lægðagang eftir helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðaustan 8-13 m/s og smá skúrir eða él, en léttir til fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag:

Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:

Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, en slyddu til fjalla. Suðvestanhvassviðri og éljagangur síðdegis, en hægari og rofar til NA-lands. Hiti 0 til 5 stig fram eftir degi, en kólnar síðan.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Ákveðin suðvestanátt og skúra- eða éljagangur, en þurrt NA-til. Kólnar í veðri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×