Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 72-51 | Keflavík hafði betur og situr eitt í öðru sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2017 20:45 Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. vísir/andri Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á Skallagrím, 72-51, í Dominos-deild kvenna og er liðið nú komið með 38 stig í deildinni og í öðru sæti. Borgnesingar er enn með 36 stig og í því þriðja. Í raun bara auðveldur sigur hjá Keflavík í kvöld. Ariana Moorer var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig og Tavelyn Tillman var með 24 stig fyrir Skallagrím. Það gæti vel farið svo að þessi lið mætist í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í úrslitakeppninni. Þá þarf Skallagrímur að mæta töluvert grimmari til leiks.Af hverju vann Keflavík? Liðið spilaði gjörsamlega frábæran varnarleik og var lið Skallagríms í stökustu vandræðum stóran hluta leiksins. Það er svo greinilegt hver er þjálfari Keflvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson en hann var einstakur varnarmaður í Keflavík á sínum tíma. Stelpurnar hans gefa sig alltaf allar í leikinn og það skilar sér svo mikið. Skallagrímur náði oft á tíðum ekki að koma boltanum í leik úr innkasti, pressan var svo mikil.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var frábær í liði Skallgríms og var hún besti maður vallarins. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var flott í liði Keflvíkinga og það sama má segja um Ariana Moorer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Skallagrím var á köflum alveg gjörsamlega út í hött og mátti sjá það sérstaklega í þriðja leikhlutanum þegar liðið skoraði aðeins þrjú stig í öllum fjórðungnum.Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/12 fráköst, Fanney Lind Thomas 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Sverrir: Frábær varnarleikur í síðari hálfleiknum„Ég segi ekki að þessi sigur hafi verið auðveldur. Í fyrri hálfleik fannst mér sóknin vera rosalega þung og erfið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Í síðari hálfleikurinn var frábær og sérstaklega þriðji leikhlutinn. Þær skoruðu bara þrjú stig á okkur og sáralítið allan seinni hálfleikinn,“ segir Sverrir og er sannfærður um að frábær varnarleikur liðsins hafi siglt þessu sigri í hús. „Sóknin var einnig mjög góð og við vorum að frákasta mun betur en í fyrri hálfleiknum. Þá kemur sjálfstraustið og það var komið alveg í botn og allt í einu var allt bara ofan í hjá okkur.“ Hann segir að þetta hafi verið tveir virkilega mikilvægir punktar fyrir Keflavík. „Ég næ að spila á frekar mörgum mönnum og því náum við að halda uppi þessum varnarleik allan leikinn. Við getum spilað svona í fjörutíu mínútur.“ Manuel: Vorum skelfilegar í seinni hálfleik„Við sýndum bara tvö andlit í kvöld. Í fyrri hálfleiknum vorum við fínar, í þeim síðari vorum við mjög daprar,“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. „Ég var í raun mjög stoltur af liðinu í hálfleik. Við vorum að sýna flottan varnarleik og Keflavík hafði bara skorað 27 stig. Síðan mættum við bara ekki til leiks í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hafi bara ekki sýnt neinn baráttuvilja í seinni hálfleiknum. „Ég þarf heldur betur að leggjast yfir þennan leik og skoða hann vel á morgun. Ég veit ekkert hvað gerðist í þriðja leikhlutanum, það fór bara ekkert ofan í. Keflavík er líklega með besta varnarliðið í þessari deild og ég verð að skoða það vel hvernig við eigum að bregðast við svona vörn.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira