40 milljónir í neyðaraðstoð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 10:59 Flóttafólk frá S-Súdan á leið til Úganda. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. Af þessum 40 milljónum verður 23 milljónum varið til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og 17 milljónum tll norðaustur Nígeríu, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Ekkert lát er á stríðsátökunum í Suður-Súdan sem hófust árið 2013 og hafa leitt af sér flóðbylgju flóttamanna til nágrannaríkja, einkum Úganda, sem er eitt af þremur samstarfsríkjum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Yfir landamærin hafa farið meira en 700 þúsund flóttamenn frá upphafi átakanna, þar af rúmlega hálf milljón frá því átökin hörðnuðu um mitt síðasta ár. Úganda er samkvæmt nýjustu tölum orðið það land í Afríku sem hefur tekið á móti flestum flóttamönnum í álfunni. Fjárskortur hamlar mannúðaraðstoð í flóttamannasamfélögunum í norðurhluta Úganda og því hefur utanríkisráðherra ákveðið að bregðast við neyðinni með sérstakri fjárveitingu til WFP í þágu flóttafólksins. Í norðurhluta Nígeríu hefur ríkt vargöld um langt skeið vegna vígasveita Boko Haram sem hafa hrakið á þriðju milljón manna á flótta. WFP telur að 4,5 milljónir manna hafi þörf fyrir matvælaaðstoð, þar af 2 milljónir íbúa í héruðunum Borno og Yobe sem lengi voru óaðgengileg hjálparstarfsfólki. Framlag Íslands til mannúðaraðstoðar í þessum heimshluta verður fyrst og fremst varið til að styðja við konur og börn í þessum hérðuðum þar sem hungursneyð er að óbreyttu yfirvofandi. Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. Af þessum 40 milljónum verður 23 milljónum varið til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og 17 milljónum tll norðaustur Nígeríu, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Ekkert lát er á stríðsátökunum í Suður-Súdan sem hófust árið 2013 og hafa leitt af sér flóðbylgju flóttamanna til nágrannaríkja, einkum Úganda, sem er eitt af þremur samstarfsríkjum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Yfir landamærin hafa farið meira en 700 þúsund flóttamenn frá upphafi átakanna, þar af rúmlega hálf milljón frá því átökin hörðnuðu um mitt síðasta ár. Úganda er samkvæmt nýjustu tölum orðið það land í Afríku sem hefur tekið á móti flestum flóttamönnum í álfunni. Fjárskortur hamlar mannúðaraðstoð í flóttamannasamfélögunum í norðurhluta Úganda og því hefur utanríkisráðherra ákveðið að bregðast við neyðinni með sérstakri fjárveitingu til WFP í þágu flóttafólksins. Í norðurhluta Nígeríu hefur ríkt vargöld um langt skeið vegna vígasveita Boko Haram sem hafa hrakið á þriðju milljón manna á flótta. WFP telur að 4,5 milljónir manna hafi þörf fyrir matvælaaðstoð, þar af 2 milljónir íbúa í héruðunum Borno og Yobe sem lengi voru óaðgengileg hjálparstarfsfólki. Framlag Íslands til mannúðaraðstoðar í þessum heimshluta verður fyrst og fremst varið til að styðja við konur og börn í þessum hérðuðum þar sem hungursneyð er að óbreyttu yfirvofandi.
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira