Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 17:54 "Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ „Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06 Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14