Ekki ráðist í framkvæmdir á brautinni fyrr en 2019 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 19:42 Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.” Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.”
Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07