Heimsþekktum kokki bannað að bera fram engisprettur á Food & Fun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 14:00 Julian Medina flutti engispretturnar með sér hingað til lands frá Mexíkó en mátti svo ekki bera þær fram á Apótekinu. vísir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim. Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim.
Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56