Ákvæði mögulega sett í samninga til að sporna við upplýsingaleka Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 19:00 Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30
Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00