Skotsilfur Markaðarins: Lokun Topshop og vendingar hjá GAMMA RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. mars 2017 14:00 Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Leitað var til Kristínar Pétursdóttur, stjórnarformanns verðbréfafyrirtækisins Virðingar, og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group. Af því varð ekki eins og mátti sjá í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld þar sem kom fram að sex frambjóðendur verða í framboði á aðalfundi félagsins á föstudag. Fastlega er búist við að þeir Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, og Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, verði kjörnir í stjórn Icelandair og taki þar með sæti Sigurðar Helgasonar, fráfarandi stjórnarformanns, og Magnúsar Magnússonar, en þeir ákváðu að sækjast ekki eftir endurkjöri.Finnur Árnason, forstjóri Haga.Kom á óvart Það kom mörgum á óvart þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti við Vísi að verslunarrisinn hefði ákveðið að loka Topshop á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kom ákvörðunin stjórnendum og eigendum Kringlunnar og Smáralindar í opna skjöldu. Fréttu þeir af ákvörðun Haga daginn áður en fréttin birtist eða um svipað leyti og fyrirtækið tilkynnti starfsfólki Topshop um lokunina. Finnur sagði í samtali við Vísi að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarrými tískubúðarinnar og því hefði verið tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Heimildir Markaðarins herma að ekki sé búið að ráðstafa plássunum tveimur.Vendingar hjá GAMMA Tilkynnt var um það í vikunni að Gísli Hauksson, annar af stofnendum fjármálafyrirtækisins GAMMA, hefði ákveðið að láta af starfi forstjóra auk þess sem gerðar yrðu aðrar breytingar á skipuriti félagsins. Gísli mun taka við sem stjórnarformaður GAMMA, en hann á um 31 prósents hlut í félaginu, og Valdimar Ármann verður eftirmaður Gísla. Samhliða þessum breytingum var greint frá því að Lýður Þorgeirsson, sem á 4 prósent í GAMMA og hefur verið framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, hefði látið af störfum. Við starfi Lýðs tekur Ingvi Hrafn Óskarsson.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira