Ég ligg ekki bara í sólbaði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2017 06:30 Elvar er hér í búningi Barry þar sem hann hefur farið á kostum. Vísir7Getty „Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“ EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
„Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira