Mannætusagan Ögmundur Jónasson skrifar 2. mars 2017 07:00 Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar