Samkvæmt tilkynningu frá herafla Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segir að yfirvöldum í Pyongyang hafi verið tilkynnt í gegnum Sameinuðu þjóðirnar að um æfingu sé að ræða.

Að þessu sinni munu um 17 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunum. Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum.
Fyrr í vikunni samþykkti Lotte Group fyrirtækið að láta yfirvöld Suður-Kóreu fá land sem notað verður til að koma fyrir svokölluðu THAAD eldflaugavarnarkerfi. Reiknað er með því að kerfið verði virkt í lok ársins. Bæði Norður-Kóreu og Kína hafa lýst því yfir að uppsetning kerfisins sé óásættanleg.
Sjá má myndband frá æfingunum í fyrra hér að neðan.