Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 13:24 Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum. Vísir/AFP Suður-Kórea og Bandaríkin munu í næstu viku hefja umfangsmiklar árlegar heræfingar í Suður-Kóreu. Mikil spenna er nú á Kóreuskaganum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum. Yfirvöld í Pyongyang segja á hverju ári að æfingarnar séu undirbúningur fyrir innrás Bandaríkjanna og nágranna þeirra í suðri. Samkvæmt tilkynningu frá herafla Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segir að yfirvöldum í Pyongyang hafi verið tilkynnt í gegnum Sameinuðu þjóðirnar að um æfingu sé að ræða.Yfirlit yfir THAAD eldflaugavarnarkerfið svokallaða.Vísir/GraphicnewsÆfingarnar ganga undir nafninu Operation Foal Eagle og Key Resolve og munu þær standa yfir frá 7. mars til 30. apríl. Að þessu sinni munu um 17 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunum. Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum. Fyrr í vikunni samþykkti Lotte Group fyrirtækið að láta yfirvöld Suður-Kóreu fá land sem notað verður til að koma fyrir svokölluðu THAAD eldflaugavarnarkerfi. Reiknað er með því að kerfið verði virkt í lok ársins. Bæði Norður-Kóreu og Kína hafa lýst því yfir að uppsetning kerfisins sé óásættanleg. Sjá má myndband frá æfingunum í fyrra hér að neðan. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Suður-Kórea og Bandaríkin munu í næstu viku hefja umfangsmiklar árlegar heræfingar í Suður-Kóreu. Mikil spenna er nú á Kóreuskaganum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum mánuðum. Yfirvöld í Pyongyang segja á hverju ári að æfingarnar séu undirbúningur fyrir innrás Bandaríkjanna og nágranna þeirra í suðri. Samkvæmt tilkynningu frá herafla Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segir að yfirvöldum í Pyongyang hafi verið tilkynnt í gegnum Sameinuðu þjóðirnar að um æfingu sé að ræða.Yfirlit yfir THAAD eldflaugavarnarkerfið svokallaða.Vísir/GraphicnewsÆfingarnar ganga undir nafninu Operation Foal Eagle og Key Resolve og munu þær standa yfir frá 7. mars til 30. apríl. Að þessu sinni munu um 17 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunum. Allar deildir herafla ríkjanna tveggja koma að æfingunum. Fyrr í vikunni samþykkti Lotte Group fyrirtækið að láta yfirvöld Suður-Kóreu fá land sem notað verður til að koma fyrir svokölluðu THAAD eldflaugavarnarkerfi. Reiknað er með því að kerfið verði virkt í lok ársins. Bæði Norður-Kóreu og Kína hafa lýst því yfir að uppsetning kerfisins sé óásættanleg. Sjá má myndband frá æfingunum í fyrra hér að neðan.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira