Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Kristinn Páll Teitsson í Valshöllinni að Hlíðarenda skrifar 1. mars 2017 22:45 Aaryn lék frábærlega á báðum endum vallarins í kvöld en hún var stigahæst í liði Snæfells. Vísir/Anton Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Liðin tvö máttu varla við að tapa stigum í baráttu sinni í deildarkeppninni þar sem Valskonur eru í baráttu um sæti og Snæfell heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Gestirnir úr Stykkishólmi voru sterkari framan af og náðu þegar mest var átta stiga forskoti en Valskonur unnu sig inn í leikinn og leiddu 35-30 í hálfleik. Náðu Valskonur um tíma tólf stiga forskoti en eftir að hafa misst Miu Loyd af velli með fimm villur komst Snæfell aftur inn í leikinn. Valskonur voru yfirleitt með frumkvæðið en hvorugu liði tókst að stela sigrinum í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni var það vörn Snæfells sem skilaði sigrinum en öll fjögur stig Vals komu af vítalínunni í leikhlutanum. Hinumegin á vellinum náðu Snæfellskonur að setja niður mikilvægu skotin sem skiluðu sigrinum.Af hverju vann Snæfell? Þær voru einfaldlega sterkari á lokasprettinum og munaði svo sannarlega um að Aaryn Ellenberg væri enn inn á vellinum. Þegar Mia Loyd fór af velli missti Valsliðið sinn sterkasta sóknarmann af velli og kom þá hik á sóknarleikinn sem kostaði liðið á endanum. Hjá Snæfell var Aaryn alltaf tilbúin að skapa sér skot og þurfti því að gæta hennar vel sem opnaði fyrir liðsfélaga hennar. Skilaði það Snæfelli þeim stigum sem þurfti á að halda til að skila sigrinum.Bestu menn vallarins Aaryn bar sóknarleik Snæfells á herðum sér í leiknum með 36 stig en hún bætti við tólf fráköstum, þar af fimm sóknarfráköstum, sex stoðsendingum og stal boltanum fjórum sinnum. Kláraði hún í raun leikinn fyrir Snæfell þegar hálf mínúta var eftir þegar hún stal boltanum og setti niður körfu sem kom þessu í tveggja körfu leik þegar skammt var til leiksloka. Í liði Vals átti Mia Loyd flottan leik þar til hún fór af velli með fimmtu villuna en hún var með 21 stig og 13 fráköst. Þá átti Dagbjört Dögg Karlsdóttir flottan leik á báðum endum vallarins með átta stig og sex stoðsendingar en hún lék á köflum flotta vörn.Tölfræði sem vekur athygli Gestirnir frá Stykkishólmi voru ekki hræddir við að láta vaða fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfell skaut alls 38 sinnum fyrir aftan þriggja stiga línuna í leiknum eða tæplega tíu skot í leikhluta. Hittu þær þó úr ellefu af 38 skotum sínum eða 28% skota sinna fyrir utan línuna en Valskonur áttu dapran dag fyrir utan línuna þar sem þær hittu aðeins úr tveimur skotum af fimmtán.Valur-Snæfell 70-77 (21-21, 14-9, 20-18, 11-18, 4-11)Valur: Mia Loyd 21/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 9/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdottir 2.Snæfell: Aaryn Ellenberg 36/12 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 10/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/9 fráköst. Ari: Ef þetta var tæknivilla eru dómararnir orðnir helvíti viðkvæmir„Ég er virkilega svekktur, við spiluðum þetta virkilega vel en það var mjög heimskulegt hjá erlenda leikmanninum mínum að fara útaf á villu eins og þessari,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Valsliðsins, svekktur eftir tapið. „Hún segist ekkert hafa sagt og dómararnir sögðu að hún hefði verið að kvarta. Svo þegar ég sóttist eftir svörum sögðu þeir að hún hefði horft skringilega á sig. Ef það er orðið að tæknivillu eru þessir dómarar orðnir helvíti viðkvæmir.“ Óhætt er að segja að Ari hafi verið ósáttur með dómgæsluna í leiknum í kvöld. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari og hélt áfram: „Þeir þorðu ekki að taka sénsinn á því að dæma Aaryn út hjá þeim, hún átti að fá hana mun fyrr en þeir höfðu ekki kjark til þess. Hann sagðist ekki hafa fundist þetta rétti tímapunkturinn þegar ég ræddi við hann eftir leik. Hann vissi alveg um hvað ég var að tala um og ég er hræddur um að hann pissi undir í nótt.“ Aaryn átti stórleik undir restina og það kostaði Valskonur eflaust stigin. „Hún var frábær, örugglega með hátt í tuttugu stig þarna undir lokin. Ef henni hefði verið vísað af velli með fimmtu villuna eins og réttmætt var þá veit ég alveg hvernig þessi leikur hefði farið.“ Ingi Þór: Verður eflaust heil bíómynd sem farið er yfir á næsta vídeófund„Mér fannst bæði liðin spila sóknarleikinn illa, stelpurnar mínar ekki leika nægilega vel svo ég er auðvitað sáttur með stigin þótt mér þyki við vera ljónheppin að taka þau í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hreinskilinn að leikslokum. Aðspurður hvort það hefði vantað upp á herslumuninn í kvöld gaf Ingi góða skýringu á því. „Það er flensa í hópnum og það voru allir að reyna sitt besta. Það voru allir drekkandi orkudrykki og að beita öllum þeim aðferðum sem mögulegt er að nota en við gáfumst aldrei upp.“ Snæfell er því áfram í toppsætinu þegar stutt er eftir af tímabilinu. „Sigur er alltaf sigur og þessi var alveg gríðarlega dýrmætur í baráttunni um efsta sætið. Maður vanmetur aldrei sigur og er alltaf þakklátur fyrir hann. Þetta var ekki fallegt en það spyr enginn að því að leikslokum.“ Ingi sagði að það mætti þó gera margt betur. „Guð minn almáttugur, það er langur vídeófundur framundan eftir þennan leik. Það verður eflaust heil bíómynd,“ sagði Ingi léttur. Hallveig: Fjarvera Miu hafði stór áhrif „Við erum fyrst og fremst hundfúlar, það er erfitt að hafa tapað þessum leik en það var margt sem spilaði inn í tapið, þar á meðal dómgæsla og annað sem hefði getað farið betur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, svekkt að leikslokum. Valskonur voru með gott forskot og góða stjórn á leiknum í upphafi fjórða leikhluta. „Við erum að spila vel í vörn og að halda liðum neðarlega í stigum ólíkt því sem var í fyrstu leikjum tímabilsins. Sóknin hefur verið góð en þetta var kannski bara óheppni og svo spilaði margt annað inn í tapið í kvöld,“ sagði Hallveig. Hún vildi, ólíkt þjálfara sínum, lítið tjá sig út í dómgæsluna í kvöld. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæsluna en að missa Miu af velli á þessum tímapunkti gjörbreytti leiknum og hafði stór áhrif á það að við töpum leiknum í kvöld.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Liðin tvö máttu varla við að tapa stigum í baráttu sinni í deildarkeppninni þar sem Valskonur eru í baráttu um sæti og Snæfell heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Gestirnir úr Stykkishólmi voru sterkari framan af og náðu þegar mest var átta stiga forskoti en Valskonur unnu sig inn í leikinn og leiddu 35-30 í hálfleik. Náðu Valskonur um tíma tólf stiga forskoti en eftir að hafa misst Miu Loyd af velli með fimm villur komst Snæfell aftur inn í leikinn. Valskonur voru yfirleitt með frumkvæðið en hvorugu liði tókst að stela sigrinum í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni var það vörn Snæfells sem skilaði sigrinum en öll fjögur stig Vals komu af vítalínunni í leikhlutanum. Hinumegin á vellinum náðu Snæfellskonur að setja niður mikilvægu skotin sem skiluðu sigrinum.Af hverju vann Snæfell? Þær voru einfaldlega sterkari á lokasprettinum og munaði svo sannarlega um að Aaryn Ellenberg væri enn inn á vellinum. Þegar Mia Loyd fór af velli missti Valsliðið sinn sterkasta sóknarmann af velli og kom þá hik á sóknarleikinn sem kostaði liðið á endanum. Hjá Snæfell var Aaryn alltaf tilbúin að skapa sér skot og þurfti því að gæta hennar vel sem opnaði fyrir liðsfélaga hennar. Skilaði það Snæfelli þeim stigum sem þurfti á að halda til að skila sigrinum.Bestu menn vallarins Aaryn bar sóknarleik Snæfells á herðum sér í leiknum með 36 stig en hún bætti við tólf fráköstum, þar af fimm sóknarfráköstum, sex stoðsendingum og stal boltanum fjórum sinnum. Kláraði hún í raun leikinn fyrir Snæfell þegar hálf mínúta var eftir þegar hún stal boltanum og setti niður körfu sem kom þessu í tveggja körfu leik þegar skammt var til leiksloka. Í liði Vals átti Mia Loyd flottan leik þar til hún fór af velli með fimmtu villuna en hún var með 21 stig og 13 fráköst. Þá átti Dagbjört Dögg Karlsdóttir flottan leik á báðum endum vallarins með átta stig og sex stoðsendingar en hún lék á köflum flotta vörn.Tölfræði sem vekur athygli Gestirnir frá Stykkishólmi voru ekki hræddir við að láta vaða fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfell skaut alls 38 sinnum fyrir aftan þriggja stiga línuna í leiknum eða tæplega tíu skot í leikhluta. Hittu þær þó úr ellefu af 38 skotum sínum eða 28% skota sinna fyrir utan línuna en Valskonur áttu dapran dag fyrir utan línuna þar sem þær hittu aðeins úr tveimur skotum af fimmtán.Valur-Snæfell 70-77 (21-21, 14-9, 20-18, 11-18, 4-11)Valur: Mia Loyd 21/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 9/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdottir 2.Snæfell: Aaryn Ellenberg 36/12 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 10/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/9 fráköst. Ari: Ef þetta var tæknivilla eru dómararnir orðnir helvíti viðkvæmir„Ég er virkilega svekktur, við spiluðum þetta virkilega vel en það var mjög heimskulegt hjá erlenda leikmanninum mínum að fara útaf á villu eins og þessari,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Valsliðsins, svekktur eftir tapið. „Hún segist ekkert hafa sagt og dómararnir sögðu að hún hefði verið að kvarta. Svo þegar ég sóttist eftir svörum sögðu þeir að hún hefði horft skringilega á sig. Ef það er orðið að tæknivillu eru þessir dómarar orðnir helvíti viðkvæmir.“ Óhætt er að segja að Ari hafi verið ósáttur með dómgæsluna í leiknum í kvöld. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari og hélt áfram: „Þeir þorðu ekki að taka sénsinn á því að dæma Aaryn út hjá þeim, hún átti að fá hana mun fyrr en þeir höfðu ekki kjark til þess. Hann sagðist ekki hafa fundist þetta rétti tímapunkturinn þegar ég ræddi við hann eftir leik. Hann vissi alveg um hvað ég var að tala um og ég er hræddur um að hann pissi undir í nótt.“ Aaryn átti stórleik undir restina og það kostaði Valskonur eflaust stigin. „Hún var frábær, örugglega með hátt í tuttugu stig þarna undir lokin. Ef henni hefði verið vísað af velli með fimmtu villuna eins og réttmætt var þá veit ég alveg hvernig þessi leikur hefði farið.“ Ingi Þór: Verður eflaust heil bíómynd sem farið er yfir á næsta vídeófund„Mér fannst bæði liðin spila sóknarleikinn illa, stelpurnar mínar ekki leika nægilega vel svo ég er auðvitað sáttur með stigin þótt mér þyki við vera ljónheppin að taka þau í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hreinskilinn að leikslokum. Aðspurður hvort það hefði vantað upp á herslumuninn í kvöld gaf Ingi góða skýringu á því. „Það er flensa í hópnum og það voru allir að reyna sitt besta. Það voru allir drekkandi orkudrykki og að beita öllum þeim aðferðum sem mögulegt er að nota en við gáfumst aldrei upp.“ Snæfell er því áfram í toppsætinu þegar stutt er eftir af tímabilinu. „Sigur er alltaf sigur og þessi var alveg gríðarlega dýrmætur í baráttunni um efsta sætið. Maður vanmetur aldrei sigur og er alltaf þakklátur fyrir hann. Þetta var ekki fallegt en það spyr enginn að því að leikslokum.“ Ingi sagði að það mætti þó gera margt betur. „Guð minn almáttugur, það er langur vídeófundur framundan eftir þennan leik. Það verður eflaust heil bíómynd,“ sagði Ingi léttur. Hallveig: Fjarvera Miu hafði stór áhrif „Við erum fyrst og fremst hundfúlar, það er erfitt að hafa tapað þessum leik en það var margt sem spilaði inn í tapið, þar á meðal dómgæsla og annað sem hefði getað farið betur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, svekkt að leikslokum. Valskonur voru með gott forskot og góða stjórn á leiknum í upphafi fjórða leikhluta. „Við erum að spila vel í vörn og að halda liðum neðarlega í stigum ólíkt því sem var í fyrstu leikjum tímabilsins. Sóknin hefur verið góð en þetta var kannski bara óheppni og svo spilaði margt annað inn í tapið í kvöld,“ sagði Hallveig. Hún vildi, ólíkt þjálfara sínum, lítið tjá sig út í dómgæsluna í kvöld. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæsluna en að missa Miu af velli á þessum tímapunkti gjörbreytti leiknum og hafði stór áhrif á það að við töpum leiknum í kvöld.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti