Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 12:00 Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama. Vísir/Getty Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira