Byrjunarliðið á móti Noregi: Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 12:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar aðeins framar en vanalega í dag. vísir/eyþór Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó