Byrjunarliðið á móti Noregi: Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 12:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar aðeins framar en vanalega í dag. vísir/eyþór Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn