Neytendasamtökin saka fiskmarkaði um þóttun við stórútgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 19:09 Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira