Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 21:46 Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“ Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“
Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00