370 dauðsföll af völdum reykinga árið 2015 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2017 20:00 Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við. Rafrettur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við.
Rafrettur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira