Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg urðu í kvöld meistarar meistaranna í Noregi þegar þeir unnu 2-0 sigur á Brann.
Rosenborg vann tvöfalt á síðasta tímabili og því var þetta leikur á milli Noregsmeistaranna og liðsins sem endaði í öðru sæti í deildinni sem var lið Brann. Leikurinn fór fram á heimavelli Brann, Brann Stadion í Bergen.
Serbinn Milan Jevtovic, sem er í láni frá tyrkneska félaginu Antalyaspor, skoraði fyrra markið strax á 32. mínútu leiksins eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fredrik Midtsjö. Seinna markið skoraði varamaðurinn Tore Reginiussen í uppbótartíma með nánast síðustu spyrnu leiksins.
Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Rosenborg, hluti af þriggja manna framlínu með þeim Milan Jevtovic og Kósóvómanninum Elba Rashani. Matthías lék allar 90 mínúturnar.
Norðmönnum hefur gengið illa að halda meistarakeppninni sinni gangandi en þetta var sú fyrsta síðan 2010. Þá vann Rosenborg líka. Leikurinn er góðgerðaleikur í samvinnu við Unicef og heitir „Unicef Meistaraleikurinn“ en þetta er sett svipað upp og leikurinn um Samfélagsskjöldinn í Englandi.
Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg 2015 og hefur unnið tvöfalt, það er deild og bikar, bæði árin. Nú byrjar hann þriðja tímabil sitt á því að bæta einum titli til viðbótar í safnið.
Viðar Ari Jónsson, fyrrum Fjölnismaður, var ekki í leikmannahópi Brann í leiknum en hann hefur verið upptekinn með íslenska A-landsliðinu síðustu daga.
Matthías heldur áfram að safna titlum með Rosenborg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
