Þjóðin blekkt af mönnum sem standa uppi sem „ríkir snillingar“ Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2017 18:30 Af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Vísir/Anton Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru slegnir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar og telja þær kalla á frekari ransóknir. Að loknum fundi með fréttamönnum gekk formaður rannsóknarnefndarinnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður og sat fyrir svörum nefndarmanna. Umræður fara síðan fram um skýrsluna á Alþingi á morgun. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir að nú taki við nánari yfirferð á skýrslunni. „Auðvitað er niðurstaðan sláandi. Það er að segja þar sem fullyrt er blekkingum hafi verið beitt. [...] Það sem kannski skiptir mestu máli í þessu; var þetta forsenda að hálfu stjórnvalda að þessi erlendi banki væri þarna. Það er eiginlega lykilspurningin sem við þurfum að svara, sem virðist vera samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Ég vil sjá þau gögn og fara yfir þau gögn og leyfa öðrum að tjá sig um þessi gögn sem kannski málið varða, áður en ég treysti mér til að taka afstöðu,“ segir Brynjar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að í skýrslunni komi fram skýr mynd af því að allur almenningur og stjórnvöld hafi verið blekkt. En innan S-hópsins voru einstaklingar og félög sem tengdust mjög Framsóknarflokknum og Samvinnuhreyfingunni þegar hún var til. „Það er nú þannig að Framsóknarflokkurinn og ekki síst fyrrverandi forystumenn, forsætisráðherra og formaður; Halldór heitinn Ásgrímsson, hefur setið undir talsverðum ásökunum um blekkingar og samsæri. Nú kemur að í ljós að stjórnvöld voru blekkt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta sé gríðarlegur áfellisdómur yfir söluferlinu og gæta þurfi að því að þetta sé ekki að fara að gerast aftur við sölu bankanna nú. „Og núna við sölu á Arion banka er enn og aftur veifað, eigum við að segja viðurkenndum banka sem einum aðilanum. En við fáum ekki þau svör hvort hann sé raunverulegur eigandi,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni segir mikilvægt að læra af mistökunum. „Nú geta nefndirnar kallað eftir upplýsingum varðandi Arion banka og sölu ríkisins þar. Fengið þar trúnaðarupplýsingar og gengið úr skugga um að það sé ekki sami blekkingarleikurinn í gangi. [...] Klárlega þurfa þingmenn að fá fullvissu sína um þetta og að sjálfsögðu ætti almenningur líka að fá þessar upplýsingar. Annars skapast ekki traust varðandi sölu ríkisins á eignum,“ segir Jón Þór. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar segir skýrsluna sjokkerandi. „Skýrslan er mjög afdráttarlaus og efni hennar er sjokkerandi. Maður er eiginlega miður sín eftir að lesa hana. Það er ljóst af því sem að minnsta kosti stendur í skýrslunni og ég hef lesið, að þarna var verið að beita miklum blekkingum. Það er verið að beita blekkingum sýnist manni til að sölsa undir sig fé. Það er grafalvarlegt mál,“ segir Jón Steindór. Oddný G. Harðardóttir segir skýrsluna afdráttarlausa og skýra. „Og við skulum ekki gleyma því að þarna voru eigur almennings á ferðinni. Þannig að það voru náttúrlega ríkar skyldur að skoða hlutina vel. Einhvern veginn stendur maður bara uppi með þá hugsun: Þarna voru einstaklingar sem að blekktu þjóðina og fulltrúa hennar og stand uppi sem ríkir snillingar,“ segir Oddný. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þörf á frekari rannsóknum. „Þetta er náttúrlega mjög svört mynd sem er dregin upp þarna. Þetta hlýtur að vera í vissum skilningi áfall. Hins vegar brýnir þetta okkur í því að við þurfum að fá heildarmyndina. Ég held að það sé algerlega ljóst að við þurfum að sjá þessa einkavæðingu alla saman. Enda hefur Alþingi samþykkt að fara í þá vinnu og það hlýtur að vera næsta skref,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru slegnir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar og telja þær kalla á frekari ransóknir. Að loknum fundi með fréttamönnum gekk formaður rannsóknarnefndarinnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður og sat fyrir svörum nefndarmanna. Umræður fara síðan fram um skýrsluna á Alþingi á morgun. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir að nú taki við nánari yfirferð á skýrslunni. „Auðvitað er niðurstaðan sláandi. Það er að segja þar sem fullyrt er blekkingum hafi verið beitt. [...] Það sem kannski skiptir mestu máli í þessu; var þetta forsenda að hálfu stjórnvalda að þessi erlendi banki væri þarna. Það er eiginlega lykilspurningin sem við þurfum að svara, sem virðist vera samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Ég vil sjá þau gögn og fara yfir þau gögn og leyfa öðrum að tjá sig um þessi gögn sem kannski málið varða, áður en ég treysti mér til að taka afstöðu,“ segir Brynjar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að í skýrslunni komi fram skýr mynd af því að allur almenningur og stjórnvöld hafi verið blekkt. En innan S-hópsins voru einstaklingar og félög sem tengdust mjög Framsóknarflokknum og Samvinnuhreyfingunni þegar hún var til. „Það er nú þannig að Framsóknarflokkurinn og ekki síst fyrrverandi forystumenn, forsætisráðherra og formaður; Halldór heitinn Ásgrímsson, hefur setið undir talsverðum ásökunum um blekkingar og samsæri. Nú kemur að í ljós að stjórnvöld voru blekkt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta sé gríðarlegur áfellisdómur yfir söluferlinu og gæta þurfi að því að þetta sé ekki að fara að gerast aftur við sölu bankanna nú. „Og núna við sölu á Arion banka er enn og aftur veifað, eigum við að segja viðurkenndum banka sem einum aðilanum. En við fáum ekki þau svör hvort hann sé raunverulegur eigandi,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni segir mikilvægt að læra af mistökunum. „Nú geta nefndirnar kallað eftir upplýsingum varðandi Arion banka og sölu ríkisins þar. Fengið þar trúnaðarupplýsingar og gengið úr skugga um að það sé ekki sami blekkingarleikurinn í gangi. [...] Klárlega þurfa þingmenn að fá fullvissu sína um þetta og að sjálfsögðu ætti almenningur líka að fá þessar upplýsingar. Annars skapast ekki traust varðandi sölu ríkisins á eignum,“ segir Jón Þór. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar segir skýrsluna sjokkerandi. „Skýrslan er mjög afdráttarlaus og efni hennar er sjokkerandi. Maður er eiginlega miður sín eftir að lesa hana. Það er ljóst af því sem að minnsta kosti stendur í skýrslunni og ég hef lesið, að þarna var verið að beita miklum blekkingum. Það er verið að beita blekkingum sýnist manni til að sölsa undir sig fé. Það er grafalvarlegt mál,“ segir Jón Steindór. Oddný G. Harðardóttir segir skýrsluna afdráttarlausa og skýra. „Og við skulum ekki gleyma því að þarna voru eigur almennings á ferðinni. Þannig að það voru náttúrlega ríkar skyldur að skoða hlutina vel. Einhvern veginn stendur maður bara uppi með þá hugsun: Þarna voru einstaklingar sem að blekktu þjóðina og fulltrúa hennar og stand uppi sem ríkir snillingar,“ segir Oddný. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þörf á frekari rannsóknum. „Þetta er náttúrlega mjög svört mynd sem er dregin upp þarna. Þetta hlýtur að vera í vissum skilningi áfall. Hins vegar brýnir þetta okkur í því að við þurfum að fá heildarmyndina. Ég held að það sé algerlega ljóst að við þurfum að sjá þessa einkavæðingu alla saman. Enda hefur Alþingi samþykkt að fara í þá vinnu og það hlýtur að vera næsta skref,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56