Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:48 Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað. Mynd/Pjetur Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar. Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar.
Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52