Flugdólgur í flugvél WOW air lét öllum illum látum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Erfiðlega gekk að róa manninn niður og var því ákveðið að kalla til lögreglu. Lögregla kom um borð í vélina við lendingu á Keflavíkurflugvelli og handtók manninn. vísir/garðar k. Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.Reiddist þegar honum var bannað að fara á klósettið Atvikið átti sér stað við lendingu þegar maðurinn, sem er íslenskur, hugðist fara á salernið. Salernisferðir eru hins vegar óheimilar við lendingu og bað flugliði því manninn um að bíða um stund. Maðurinn brást ókvæða við og hóf að öskra á flugþjóninn, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að róa manninn niður. Maðurinn fór þá að áreita aðra farþega vélarinnar. Hrópaði hann meðal annars ókvæðisorðum að erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Kominn á bannlista og farþegar fá áfallahjálp Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum sem beið vélarinnar við lendingu. Tveir lögreglumenn voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún staðfestir þó að maður hafi látið ófriðlega um borð í vélinni. Áhöfnin fylgi ákveðnum verkferlum þegar slík atvik eigi sér stað. Þá segir hún að þeim farþegum sem urðu fyrir áreiti hafi verið boðin áfallahjálp og segir manninn kominn á bannlista hjá WOW air. Að öðru leyti sé málið á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent