„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 11:54 Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 102,3 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. VÍSIR/VILHELM Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21