Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 09:30 Avdijaj á æfingu Kósóvó í Shkoder í gær. Vísir/EPA Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, staðfesti á blaðamannafundi liðsins á Loro Borici-leikvanginum í Shkoder í gær að knattspyrnusamband Kósóvó væri enn að bíða eftir leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir framherjann Donis Avdijaj. Kósóvó og Ísland mætast í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu í kvöld en þetta verður fyrsti landsleikur þjóðanna. Bunjaki ítrekaði þó að líklegt væri að heimildin myndi skila sér í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld. Avdijaj er tvítugur framherji sem er á mála hjá stórliði Schalke í Þýskalandi. Hann þykir afar efnilegur og sló í gegn með Sturm Graz í Austurríki þar sem hann var lánsmaður í eitt og hálft ár, þar til að hann sneri aftur til Þýskalands í sumar. Hann á að baki leiki með yngri landsliðum Þýskalands, þar sem hann er fæddur og uppalinn, en ákvað árið 2014 að gefa frekar kost á sér í landslið Albaníu. En þegar Kósóvó fékk sitt eigið landslið vildi hann frekar spila með því. „Hann er mjög efnilegur og hefur verið að æfa með liðinu þó svo að heimildin sé ekki komin,“ sagði Herolind Beqaj, blaðamaður á Gazetar í Kósóvó, í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn í gær. „Ef heimildin kemur finnst mér líklegt að hann komi við sögu í síðari hálfleik.“ Sjá einnig: Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, býr í Þýskalandi og þekkir mjög vel til í Austurríki eftir að hafa bæði spilað þar og þjálfað um árabil. Hann þekkir vel til Avdijaj. „Þetta er leikmaður sem kláraði leiki Sturm Graz sjálfur. Hann er ofboðslega efnilegur - frábær einn á einn, góður að klára færi og með frábært skot,“ sagði Helgi í samtali við Vísi fyrr í þessari viku.Besart Berisha á æfingunni í gær.Vísir/EPATveir nýir en þaulreyndir Avdijaj er einn þriggja framherja sem gætu spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Kósóvó gegn Íslandi í kvöld. Hinir eru Atdhe Nuhiu, 27 ára leikmaður Sheffield Wednesday, og Besart Berisha, 31 árs þaulreyndur leikmaður Melbourne Victory í Ástralíu. „Þetta verður fyrsti landsleikur Berisha og hann mun mögulega skora á morgun,“ sagði blaðamaðurinn Beqaj. „En ég veit ekki hvort hann byrji. Þjálfarinn sagðist reikna með miklum baráttuleik og Nuhiu er stór og sterkur leikmaður sem gæti nýst betur í svona leik. En Berisha mun örugglega koma við sögu að minnsta kosti í síðari hálfleik.“ Sjá einnig: Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Berisha er fæddur í Pristina, höfuðborg Kósóvó, og skoraði eitt mark í sautján landsleikjum með Albaníu frá 2006 til 2009. En þó svo að hann hafi spilað með öðru landsliði var honum heimilt að sækja um heimild að spila með liði Kósóvó, sem og hann gerði. Hann flutti ungur til Þýskalands og spilaði fyrstu ár ferilsins þar í landi en var einnig á mála hjá Burnley frá 2007 til 2009. Hann hélt svo til Ástralíu árið 2011 og hefur spilað þar síðan. Nuhiu er einnig fæddur í Pristina en fluttist ungur til Austurríkis og spilaði með yngri landsliðum þess. Hann hóf ferillinn þar en ekk í raðir Sheffield Wednesday árið 2013 þar sem hann hefur spilað á annað hundrað leiki.Avdijaj í leik með Schalke.Vísir/GettySvipað og Tyrkland Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að innkoma þessara þriggja framherja gætu gerbreytt öllu liði Kósóvó. Því væri afar erfitt að undirbúa liðið fyrir leik sem þennan. „Það getur vel verið að liðið taki upp nýja leikaðferð, pressi jafnvel á okkur sem þeir hafa ekki gert við andstæðinga sína hingað til. Það eru allir möguleikar í boði og við verðum að vera við öllu búnir,“ sagði Heimir við íþróttadeild. Sjá einnig: Við öllu búnir gegn Kósóvó Helgi hrósaði einstaklingsgæðunum í liði Kósóvó og sagði að þó svo að liðið væri í mótun væri það stórhættulegt. „Þetta eru mjög góðir fótboltamenn og við þekkjum þá vel. Þetta er lið sem getur spilað mjög vel, sérstaklega ef þeir fá tíma. Það mætti kannski líkja liðinu við Tyrkland hvað hreyfigetu og boltameðhöndlun varðar. Leikmennirnir eru bæði fljótir og teknískir.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, staðfesti á blaðamannafundi liðsins á Loro Borici-leikvanginum í Shkoder í gær að knattspyrnusamband Kósóvó væri enn að bíða eftir leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir framherjann Donis Avdijaj. Kósóvó og Ísland mætast í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu í kvöld en þetta verður fyrsti landsleikur þjóðanna. Bunjaki ítrekaði þó að líklegt væri að heimildin myndi skila sér í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld. Avdijaj er tvítugur framherji sem er á mála hjá stórliði Schalke í Þýskalandi. Hann þykir afar efnilegur og sló í gegn með Sturm Graz í Austurríki þar sem hann var lánsmaður í eitt og hálft ár, þar til að hann sneri aftur til Þýskalands í sumar. Hann á að baki leiki með yngri landsliðum Þýskalands, þar sem hann er fæddur og uppalinn, en ákvað árið 2014 að gefa frekar kost á sér í landslið Albaníu. En þegar Kósóvó fékk sitt eigið landslið vildi hann frekar spila með því. „Hann er mjög efnilegur og hefur verið að æfa með liðinu þó svo að heimildin sé ekki komin,“ sagði Herolind Beqaj, blaðamaður á Gazetar í Kósóvó, í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn í gær. „Ef heimildin kemur finnst mér líklegt að hann komi við sögu í síðari hálfleik.“ Sjá einnig: Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, býr í Þýskalandi og þekkir mjög vel til í Austurríki eftir að hafa bæði spilað þar og þjálfað um árabil. Hann þekkir vel til Avdijaj. „Þetta er leikmaður sem kláraði leiki Sturm Graz sjálfur. Hann er ofboðslega efnilegur - frábær einn á einn, góður að klára færi og með frábært skot,“ sagði Helgi í samtali við Vísi fyrr í þessari viku.Besart Berisha á æfingunni í gær.Vísir/EPATveir nýir en þaulreyndir Avdijaj er einn þriggja framherja sem gætu spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Kósóvó gegn Íslandi í kvöld. Hinir eru Atdhe Nuhiu, 27 ára leikmaður Sheffield Wednesday, og Besart Berisha, 31 árs þaulreyndur leikmaður Melbourne Victory í Ástralíu. „Þetta verður fyrsti landsleikur Berisha og hann mun mögulega skora á morgun,“ sagði blaðamaðurinn Beqaj. „En ég veit ekki hvort hann byrji. Þjálfarinn sagðist reikna með miklum baráttuleik og Nuhiu er stór og sterkur leikmaður sem gæti nýst betur í svona leik. En Berisha mun örugglega koma við sögu að minnsta kosti í síðari hálfleik.“ Sjá einnig: Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Berisha er fæddur í Pristina, höfuðborg Kósóvó, og skoraði eitt mark í sautján landsleikjum með Albaníu frá 2006 til 2009. En þó svo að hann hafi spilað með öðru landsliði var honum heimilt að sækja um heimild að spila með liði Kósóvó, sem og hann gerði. Hann flutti ungur til Þýskalands og spilaði fyrstu ár ferilsins þar í landi en var einnig á mála hjá Burnley frá 2007 til 2009. Hann hélt svo til Ástralíu árið 2011 og hefur spilað þar síðan. Nuhiu er einnig fæddur í Pristina en fluttist ungur til Austurríkis og spilaði með yngri landsliðum þess. Hann hóf ferillinn þar en ekk í raðir Sheffield Wednesday árið 2013 þar sem hann hefur spilað á annað hundrað leiki.Avdijaj í leik með Schalke.Vísir/GettySvipað og Tyrkland Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að innkoma þessara þriggja framherja gætu gerbreytt öllu liði Kósóvó. Því væri afar erfitt að undirbúa liðið fyrir leik sem þennan. „Það getur vel verið að liðið taki upp nýja leikaðferð, pressi jafnvel á okkur sem þeir hafa ekki gert við andstæðinga sína hingað til. Það eru allir möguleikar í boði og við verðum að vera við öllu búnir,“ sagði Heimir við íþróttadeild. Sjá einnig: Við öllu búnir gegn Kósóvó Helgi hrósaði einstaklingsgæðunum í liði Kósóvó og sagði að þó svo að liðið væri í mótun væri það stórhættulegt. „Þetta eru mjög góðir fótboltamenn og við þekkjum þá vel. Þetta er lið sem getur spilað mjög vel, sérstaklega ef þeir fá tíma. Það mætti kannski líkja liðinu við Tyrkland hvað hreyfigetu og boltameðhöndlun varðar. Leikmennirnir eru bæði fljótir og teknískir.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson hafa ekki áhyggjur af fjarveru nokkurra lykilmanna fyrir landsleikinn gegn Kósóvó á morgun. 23. mars 2017 19:00
Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30
Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00
Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48