Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Fimm af þessum sex ráðherrum sem þarna sitja myndu þurfa að finna sér ný störf ef niðurstöður kosninga yrðu í takti við nýju könnunina. vísir/ernir Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira