Innlent

Metfjöldi á­rekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Við­reisnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum gerum við upp ófærðina sem hrelldi Reykvíkinga í gær en snjókoma gærdagsins virtist koma mörgum að óvörum. 

Við ræðum meðal annars við framkvæmdastjóra árekstur.is sem segir að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið að gera. Það komi sér vel að dagurinn í dag hafi verið rólegur svo hægt sé að vinna sig í gegnum skaflinn af tjónstilkynningum.

Við heyrum einnig í veðurfræðingi um framhaldið og hvort von sé á viðlíka ástandi á næstunni. 

Þá fjöllum við um hin umdeildu viðskipti Ríkislögreglustjóra við fyrirtækið Intra-ráðgjöf en lögreglustjóri var kölluð á teppið hjá dómsmálaráðherra í morgun vegna málsins. 

Að auki segjum við frá fundi sem Viðreisn stóð fyrir á Akureyri í gærkvöldi en þangað mættu starfsmenn Vélfags og tóku fundinn eiginlega yfir. 

Í sportpakka dagsins verður landsleikur kvennalandsliðsins til umfjöllunar en hann fer fram á Þróttaravellinum í kvöld í stað Laugardalsvallar, vegna snjókomunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×