Brjálaðir fótboltapabbar fóru að slást í miðjum leik strákanna sinna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 12:00 Myndin tengist ekki fréttinni en slagsmál koma upp á mörgum stöðum tengdum fóboltanum en sjaldnast þó á leikjum unglingaliða. Það kom þó fyrir á Spáni um síðustu helgi. Vísir/Getty Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Foreldrar barna í íþróttum geta verið til vandræða en vandamálið er þó sjaldan eins mikið og á Spáni þar sem mörg félög eru að lenda í miklum vandræðum með skapheita foreldra. Eitt alvarlegasta dæmið um þetta var á leik tólf og þrettán ára stráka á Mallorca um helgina en þá varð allt vitlaust, ekki inn á vellinum heldur utan hans. Unglingaliðin Alaró og Collerense voru að þarna mætast en leikurinn kláraðist aldrei. Spænska blaðið El Confidencial sagði frá slagsmálum foreldra en mikil ósætti urðu milli foreldra úr sitthvoru liðinu eftir harða tæklingu inn á vellinum. Eftir rifildi og köll manna í milli gengu tveir pabbar lengst og létu bæði hnefahögg og spörk vaða í hvorn annan. Rifildið og slagsmálin byrjuðu utan vallar en enduðu innan hans. Dómari leiksins tók að lokum þá ákvörðun að flauta leikinn af. Fréttin varð stærri því slagsmálin náðust á myndaband sem má sjá hér fyrir neðan. Það var kaldhæðni örlaganna að Spánverjar voru einmitt að halda upp á Feðradaginn þennan umrædda sunnudag. El Confidencial segir líka frá því að hegðun foreldra er orðið mikið vandamál á Spáni. Það voru því önnur dæmi um að foreldrar höfðu ruðst inn á völlinn til að segja hvorum öðrum til syndanna á leik hjá enn yngri börnum. Fyrr á þessu ári tóku líka forráðamenn Atlético Madrid þá ákvörðun að banna foreldrum að vera á æfingasvæðinu á virkum dögum þar sem að félagið treysti sér ekki til að gæta öryggis þeirra.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira