Leggja til að ríkisstarfsmenn þurfi ekki að vera íslenskir ríkisborgarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 08:22 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn af flutningsmönnum frumvarpsins. vísir/anton brink Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér. Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér.
Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira