Bandaríkjamaðurinn Marques Oliver, leikmaður Fjölnis, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar leik gegn Hamri í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn.
Oliver braut harkalega á Chris Woods, leikmanni Hamars, í hraðaupphlaupi þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum. Oliver var umsvifalaust rekinn út úr húsi fyrir þetta grófa brot.
Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Oliver er rekinn út úr húsi en hann kom til Fjölnis eftir áramótin. Hann hefur aðeins náð að spila átta leiki með Grafarvogsliðinu síðan hann kom.
Bjarki Friðgeirsson og Kristinn Ólafsson, leikmenn Hamars, fengu einnig áminningu vegna háttsemi sinnar í leiknum á föstudaginn.
Hamar vann umræddan leik 114-110 eftir framlengingu og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslit um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili.
Ljóst er að Oliver spilar ekki meira með Fjölni í einvíginu við Hamar en hann gæti komið inn í úrslitarimmuna.
Þriðji leikur Fjölnis og Hamars fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.
Í þriggja leikja bann eftir þriðja brottreksturinn á skömmum tíma
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


